Raggi risi ríður húsum
Risinn lætur móðan mása


mánudagur, júní 19  

Þvílík endurkona

Já það er ekki að spyrja að því að þegar ég geri eitthvað þá geri ég það með stæl. Comeback bloggið mitt birtist 3 sinnum og hafði ég nú nokk gaman að. Annars ber ég nú þau stórtíðindi af mér að ég er búinn að sækja um skólavist í haust. Sótti um leiðsögunám í Menntastofnun Kópskælinga. Árs nám sem er eingöngu kennt á kveldin, þrjú kvöld í viku sem hentar mér býsna vel. Á von á svari um miðjan ágúst hvort mér verði hleypt inn. Líka gaman að segja frá því að ég hef verið býsna duglegur í líkamsræktinni í sumar og farinn að lyfta eins og brjálæðingur. Ét auk þess creatín í hvívetna og stefni að því að bæta svolítið af massa utan á mig. Byrjar ágætlega og held ég sé búinn að hlaða u.þ.b 2 kílóum utan á mig á rúmum mánuði.

posted by Ragnar | 14:34mánudagur, júní 5  

Aftur!

Fyrir rúmum 3 árum skundaði ég fram á ritvöllinn og hóf að rita hér á þessa bloggsíðu, mörgum til ánægju og yndisauka og ekki síst mér. Í þá daga þótti móðins að hesthúsa yfir alþjóð hvað maður gerði yfir daginn, hvað maður var að hugsa og hversu oft maður skipti um skoðun og nærbuxur á degi hverjum. Í upphafi bloggaði maður á degi hverjum ef ekki oftar, og fór mikinn. Fljótlega fór þetta þó að smækka niður í 2-3 daga í viku hverri. Þetta fjaraði svo smám saman út og nú er svo komið að haldin er árshátíð í hvert sinn er ég eys úr viskubrunnum mínum hér á þessu vettvangi. Hef sjálfur tekið eftir því að ég er eigi sá eini sem svona er komið fyrir í bloggheiminum. Flestir þeir er ég skoða bloggið hjá skrifa ekki að meðaltali nema eftir ca annan hvern suðurlandsskjálfta. Hef því komist að því að bloggið var ekki aðeins bóla heldur eins og risavaxið graftarkýli í andliti nýfermds drengs af suðurlandsundirlendinu. Undirritaður ákvað í ljósi engra ástæðna í vor að taka sér meðvitaða pásu hér í þessu graftarkýli, enda kominn talsverður leiði í skrifinn og enn meiri leiði í lesturinn. Kem því nú endurnærður með pistla öðru hvoru. Ég lofa þó alls ekki tíðum pistlum, heldur eingöngu er mér hentar sjálfum.

posted by Ragnar | 01:15

 

Aftur!

Fyrir rúmum 3 árum skundaði ég fram á ritvöllinn og hóf að rita hér á þessa bloggsíðu, mörgum til ánægju og yndisauka og ekki síst mér. Í þá daga þótti móðins að hesthúsa yfir alþjóð hvað maður gerði yfir daginn, hvað maður var að hugsa og hversu oft maður skipti um skoðun og nærbuxur á degi hverjum. Í upphafi bloggaði maður á degi hverjum ef ekki oftar, og fór mikinn. Fljótlega fór þetta þó að smækka niður í 2-3 daga í viku hverri. Þetta fjaraði svo smám saman út og nú er svo komið að haldin er árshátíð í hvert sinn er ég eys úr viskubrunnum mínum hér á þessu vettvangi. Hef sjálfur tekið eftir því að ég er eigi sá eini sem svona er komið fyrir í bloggheiminum. Flestir þeir er ég skoða bloggið hjá skrifa ekki að meðaltali nema eftir ca annan hvern suðurlandsskjálfta. Hef því komist að því að bloggið var ekki aðeins bóla heldur eins og risavaxið graftarkýli í andliti nýfermds drengs af suðurlandsundirlendinu. Undirritaður ákvað í ljósi engra ástæðna í vor að taka sér meðvitaða pásu hér í þessu graftarkýli, enda kominn talsverður leiði í skrifinn og enn meiri leiði í lesturinn. Kem því nú endurnærður með pistla öðru hvoru. Ég lofa þó alls ekki tíðum pistlum, heldur eingöngu er mér hentar sjálfum.

posted by Ragnar | 01:12

 

Aftur!

Fyrir rúmum 3 árum skundaði ég fram á ritvöllinn og hóf að rita hér á þessa bloggsíðu, mörgum til ánægju og yndisauka og ekki síst mér. Í þá daga þótti móðins að hesthúsa yfir alþjóð hvað maður gerði yfir daginn, hvað maður var að hugsa og hversu oft maður skipti um skoðun og nærbuxur á degi hverjum. Í upphafi bloggaði maður á degi hverjum ef ekki oftar, og fór mikinn. Fljótlega fór þetta þó að smækka niður í 2-3 daga í viku hverri. Þetta fjaraði svo smám saman út og nú er svo komið að haldin er árshátíð í hvert sinn er ég eys úr viskubrunnum mínum hér á þessu vettvangi. Hef sjálfur tekið eftir því að ég er eigi sá eini sem svona er komið fyrir í bloggheiminum. Flestir þeir er ég skoða bloggið hjá skrifa ekki að meðaltali nema eftir ca annan hvern suðurlandsskjálfta. Hef því komist að því að bloggið var ekki aðeins bóla heldur eins og risavaxið graftarkýli í andliti nýfermds drengs af suðurlandsundirlendinu. Undirritaður ákvað í ljósi engra ástæðna í vor að taka sér meðvitaða pásu hér í þessu graftarkýli, enda kominn talsverður leiði í skrifinn og enn meiri leiði í lesturinn. Kem því nú endurnærður með pistla öðru hvoru. Ég lofa þó alls ekki tíðum pistlum, heldur eingöngu er mér hentar sjálfum.

posted by Ragnar | 00:54

 

Aftur!

Fyrir rúmum 3 árum skundaði ég fram á ritvöllinn og hóf að rita hér á þessa bloggsíðu, mörgum til ánægju og yndisauka og ekki síst mér. Í þá daga þótti móðins að hesthúsa yfir alþjóð hvað maður gerði yfir daginn, hvað maður var að hugsa og hversu oft maður skipti um skoðun og nærbuxur á degi hverjum. Í upphafi bloggaði maður á degi hverjum ef ekki oftar, og fór mikinn. Fljótlega fór þetta þó að smækka niður í 2-3 daga í viku hverri. Þetta fjaraði svo smám saman út og nú er svo komið að haldin er árshátíð í hvert sinn er ég eys úr viskubrunnum mínum hér á þessu vettvangi. Hef sjálfur tekið eftir því að ég er eigi sá eini sem svona er komið fyrir í bloggheiminum. Flestir þeir er ég skoða bloggið hjá skrifa ekki að meðaltali nema eftir ca annan hvern suðurlandsskjálfta. Hef því komist að því að bloggið var ekki aðeins bóla heldur eins og risavaxið graftarkýli í andliti nýfermds drengs af suðurlandsundirlendinu. Undirritaður ákvað í ljósi engra ástæðna í vor að taka sér meðvitaða pásu hér í þessu graftarkýli, enda kominn talsverður leiði í skrifinn og enn meiri leiði í lesturinn. Kem því nú endurnærður með pistla öðru hvoru. Ég lofa þó alls ekki tíðum pistlum, heldur eingöngu er mér hentar sjálfum.

Annars lítt að frétta af oss. Bý enn einn með hægri hönd minni ( gott að geta haft konuna í vasanum) Hef þó jafnvel í hyggju að leggja stund á nám í haust, kem væntanlega með nánari fréttir af því þegar námið er búið ef áfram heldur með þessi tíðu skrif mín

Veriði sæl að sinni

posted by Ragnar | 00:54

gamalt taut
tenglar
Gestbook
Teljari